15 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Sveitungar er fólk sem býr í sömu sveit. Taðbútur eða tað er þornaður skítur úr kindum og hestum og hægt er að nota það til að kveikja upp í gamaldags ofnum og eldstóm. Hlóðir er opið eldstæði sem matur er eldaður við. Altari er borð innst í kirkju og notað við guðsþjónustu. Oss-vér-vor. Þetta er þérun. Fyrr á tímum var sjálfsögð kurteisi að þéra ókunnugt fólk og þá sem þóttu hærra settir í samfélaginu. Í dag er sjaldgæft að fólk þéri hvert annað. Þetta er 1. persónu fornafnið (ég) í fleirtölu, hér erum vér, um oss, frá oss, til vor. Rómur er rödd. Seiðskratti er galdramaður, maður sem fremur seið eða galdra. Að vera í vist er að vera vinnukona í ákveðinn tíma hjá öðru fólki. Maddama er gift kona, frú. Gylliboð merkir freistandi tilboð sem lítur kannski of vel út. Myrkrahöfðingi er annað heiti yfir kölska eða djöfulinn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=