13 Þar stóð fólk á spjalli eins og vanalega nema að Guðrún tók eftir því að sumir gjóuðu augum hver á annan eins og þeir væru að reyna að þefa uppi andskotann á meðal þeirra. Hrobbi afi stóð einn og horfði til himins. Hann hafði meiri áhuga á sólinni og blíðviðrinu en skuggaleikjum myrkrahöfðingjans. „Aldeilis sem veit vel á vorið,“ sagði hann og togaði laust í flétturnar á Guðrúnu, rétt eins og hann hafði gert síðan hún var smástelpa. Hvað er afi Guðrúnar að meina?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=