Brennd á báli

11 galdramenn ekki ljót og djöfulleg útlits, með horn eða hreistur, eða hundrað hala eins og Grýla? Guðrún leit aftur á prestinn, sem lækkaði nú róminn. „Þið hafið öll heyrt fréttirnar úr fjörðunum fyrir vestan. Þar var Sigurbjörn Jónsson brenndur á báli fyrir galdra. Haldið þið að hann hafi verið með horn og hala? Hafi hvæst með eitraðri tungu eða haldið blót fyrir allra augum? Nei, Sigurbjörn leit út eins og hver annar maður, en undir skinni leyndist seiðskratti seiðskratti sem dulinn var öllum nema þeim sem trúa á Guð.“ Það sló þögn á hópinn. Guðrún horfði yfir söfnuðinn. Þau voru ekki mörg í sveitinni og hún þekkti alla viðstadda, misvel þó. Hún sat með mömmu sinni vinstra megin í kirkjunni, ásamt hinum konunum. Pabbi hennar og Hróbjartur afi hægra megin, karlamegin. Hún saknaði Þóru systur, sem var enn í vist hjá Þorbirni gamla. Fjölskyldurnar úr hinum bæjum sóknarinnar röðuðust á næstu bekki og fremst sat fínasta fólkið í sveitinni, þar á meðal maddaman maddaman sjálf, Halldóra fína og Pétur karlinn hennar, af stóra býlinu undir fjalli. Guðrún dáðist að fallegu fötunum hennar, innflutt frá landi kóngsins. Svona gátu hinir ríku leyft sér. Land kóngsins, hvaða land var það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=