110 Galdraöld Galdraöld var mjög óhugnanlegt tímabil og galdrabrennurnar vekja okkur hroll í dag. Það er óskiljanlegt að fólk skuli hafa brennt annað fólk fyrir ímyndaðan galdur og líka óskiljanlegt hversu hrætt fólk var við að koma hinum dæmdu til hjálpar, eins og sést í þessari bók. Hvernig gerist svona? Hvernig breiðast ranghugmyndir út sem breyta hegðun heils samfélags? Hvað getum við gert til að svonalagað gerist ekki? Galdrar í menningunni Galdur er samt eitthvað sem lifir góðu lífi í menningunni, t.d. í bókum, bíómyndum og tölvuleikjum. Þannig efni gefur okkur færi á að upplifa galdur á spennandi hátt án skelfilegra afleiðinga. Þekkir þú eitthvað efni sem tengist galdri? Hvernig er galdri beitt í því efni? Er það til góðs eða ills? Eða kannski til að sigrast á því illa?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=