107 Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Ægishjálmur er einn þekktasti galdrastafurinn. Hann var talinn verja fólk gegn illum vættum, óvinum og yfirgangi og reiði höfðingja. Ægishjálmur er kenndur við Ægi sem var göldróttur jötunn og réði yfir hafinu í Ásatrú. Getur þú teiknað Ægishjálm? Skoðaðu upplýsingarnar um galdrastafi á heimasíðu Galdrasafnsins. Getur þú fundið galdrastafinn sem Þorbjörn gæti hafa rist til að verja fé sitt gegn dýrbítnum í sögunni? Eru einhverjir aðrir galdrastafir sem vekja athygli þína? Veldu einn til að teikna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=