106 GALDRASTAFIR Þegar menn vildu sanna að einhver væri að galdra leituðu þeir oftast að galdrastöfum sem viðkomandi átti að hafa skrifað á skinn eða rist í tré. Við vitum hvernig þessir galdrastafir litu út því marga galdra frá 17. öld er að finna í galdrakverum (litlum bókum) sem eru geymdar á handritasöfnum. Í galdrakverunum eru líka upplýsingar um hvernig galdrastafirnir áttu að virka. Galdrastafirnar gefa vísbendingar um hvað fólk skorti og hvað það óttaðist, því það notaði galdrastafi til að reyna að útvega sér eitthvað eins og peninga, góða veiði eða ást eða til verndar gegn hættulegum verum eins og draugum og ósanngjörnum sýslumönnum. Svo voru líka til galdrastafir sem áttu að hafa ill áhrif, t.d. valda húsdýrum óvinarins skaða. Á Galdrasafninu á Hólmavík eru nokkur dæmi um galdrastafi. Sumir af þessum galdrastöfum virðast eiga rætur að rekja til dulspeki miðalda en aðrir tengjast Ásatrú og eru líkir heiðnum rúnum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=