105 ÓLÍK HLUTVERK, ÓLÍK TÆKIFÆRI Þegar sagan gerist eru hlutverk og réttindi kvenna og karla ekki eins. Það eru atvik í bókinni sem er forvitnilegt að skoða og bera saman við stöðuna eins og hún er í dag. Hvernig var til dæmis staða ógiftra kvenna? Hvað gat gerst ef konur urðu ófrískar og voru ekki giftar? Veistu til hvaða ráðs margar konur gripu ef þær eignuðust barn utan hjónabands og vildu ekki eða gátu ekki alið upp barnið? Hvernig voru önnur réttindi fólksins? Máttu allir hafa skoðanir og hafa áhrif? Hverjir voru það sem fengu að kjósa og hafa áhrif á framgang mála í sveitinni? Veltu fyrir þér hvaða vald presturinn hafði í sögunni. Af hverju hlýddi fólkið honum án þess að mótmæla?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=