Brennd á báli

104 SÖGUR VERÐA TIL Það eru til nokkuð margar frásagnir af brennumálum á Íslandi. Sennilega hafa flestar þeirra verið skrifaðar af þeim sem réðu á þeim tíma, sýslumönnum, hreppstjórum og prestum. En hvernig ætli fólkið sjálft hafi upplifað það að einhver nákominn var sakaður um eitthvað sem ekki var rétt og tekinn af lífi? Settu þig í spor vinnukonu, vinnumanns, eiginkonu, eiginmanns eða barns sem fær þær fréttir að náinn fjölskyldumeðlimur hafi lent í galdraofsóknum og verið dæmdur til að brenna á báli. Hvernig líður manneskju sem fær svona hræðilegar fréttir? Skrifaðu frásögn í 1. persónu sem sýnir hvað þessi manneskja er að hugsa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=