ÞEKKING Á GALDRATÍMUM Galdrafár hafði geisað í Evrópu í langan tíma áður en það barst til Íslands, eða frá því fyrir aldamótin 1500 og fram undir 1700. Eins og fram kemur í sögunni voru fyrstu brennurnar á Íslandi árið 1654. Það hefur einnig vakið athygli að hér á landi voru nær eingöngu karlar sakfelldir og brenndir en þannig var það ekki á meginlandi Evrópu. Oft var þetta fólk sem hafði frumstæða þekkingu á áhrifum jurta á líkamann sem var sakað um galdra. Sumt af því fólki kunni kannski að útbúa seyði og áburð sem gat deyft eða jafnvel læknað ákveðna sjúkdóma. Slík þekking gat vakið tortryggni og efasemdir hjá þeim sem ekki höfðu kunnáttu á mætti jurtanna. Hvers vegna heldur þú að fólk hafi þá viljað ásaka þá sem þekktu jurtirnar um galdra í stað þess að nýta sér þekkinguna sér til heilsubótar? Getur verið að fólkið hafi verið hrætt? Við hvað var það hrætt? Ef þú gætir sest upp í tímavél og farið aftur til ársins 1654 til að ræða við hópinn sem hefur ásakað Hróbjart afa, hvað myndirðu segja til að veita afa stuðning? 103
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=