ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Svöðusár merkir stórt, djúpt sár. Fatalarfar eru léleg og tætt föt. Fífldirfska merkir að gera eitthvað hættulegt eða óskynsamlegt án þess að hugsa. Hvað gerist eftir að sögunni lýkur? Mun sýslumaður leita hefnda? Mun galdrafárið halda áfram? Í raunveruleikanum stóð tímabilið yfir í 30 ár og 20 manns voru brenndir. Maddaman og eiginmaður hennar sáu ekki að sér í raunveruleikanum svo vitað sé og aldrei fleygði neinn sér í mótmælaskyni á brennu. En í sögunni okkar gerir Guðrún það til að reyna að rjúfa vítahringinn. Hún hefur ekkert vald, hún getur ekkert gert, getur engu stjórnað. Örvæntingin fær hana til að gera þetta, eins og mótmælendur hafa gert – kveikt í sér, farið í hungurverkfall, hlekkjað sig við vinnuvélar – stofnað lífi í hættu til að reyna að knýja í gegn breytingar. Guðrún er nútímaleg persóna hvað þetta varðar og gæti rétt eins passað inn í okkar samtíma. Við verðum að trúa því að hægt sé að breyta heiminum og berjast gegn því sem er óréttlátt. Kannski var til stúlka sem þurfti að fylgjast með sveitinni sinni falla fyrir galdrafárinu og gat ekkert aðhafst, ekkert gert til að stoppa eða breyta hlutunum. Guðrún stendur fyrir hana og öll þau sem dreymir um betri veröld. VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 10. KAFLA 102
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=