Brennd á báli

101 hástöfum. Bæði Þóra og mamma hennar stukku til að hugga barnið. „Hvað heitir þessi litli kútur?“ spurði maddaman og brosti hlýlega til drengsins. „Við höfum nú ekki enn leitt hugann að …“ byrjaði mamman að svara, þegar Þóra greip fram í fyrir henni. „Þorbjörn,“ tilkynnti hún með stolti. „Gott nafn,“ svaraði Guðrún. „Sterkt nafn.“ Drengurinn hætti að gráta og horfði forvitnum augum á fólkið í kring. Þau horfðu þögul á móti á saklaust barnið og gleymdu allri sorg stundarkorn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=