„Það mun vera mín sök,“ játaði herra Pétur og baðst innilega afsökunar. Hann var svo skömmustulegur að hann gat varla horft framan í Hróbjart og Guðrúnu. „Ég ... ég hef reynt allt til að lækna hana Dóru mína,“ sagði hann titrandi röddu. „Allt! Meira að segja galdrastafi, heillasteina og lækningajurtir.“ Guðrún trúði ekki eigin eyrum en samt kom þetta henni ekkert á óvart. „Þegar ég frétti af veikindum eldri dóttur ykkar,“ hélt Pétur áfram, „og að húsbóndi hennar hefði varpað sökinni á Stefán gamla taldi ég mér trú um að sú væri kannski raunin og að þannig mætti lina þjáningar hennar Dóru minnar.“ „Greyið hann Stebbi minn,“ tautaði maddaman, „að þurfa að þjást svona fyrir mínar sakir.“ „Ég biðst fyrirgefningar, Hróbjartur,“ sagði Pétur og horfði loks í augun á honum. „Ég ásakaði þig ekki af illu ráði, trúðu mér, heldur af örvæntingu. Ég mun játa allt fyrir séra Helga, en við vildum tala við ykkur fyrst.“ Guðrún stóð á fætur, haltraði yfir til hjónanna og faðmaði gömlu konuna. Í sama mund vaknaði drengurinn á rúminu og byrjaði að væla Hvað heldur þú að Pétur hafi lært af mistökum sínum og dómhörku? 100
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=