Brennd á báli

8 1. KAFLI DJÖFLAR Í MANNSMYND Guðrún hafði heyrt kjaftasögurnar, rétt eins og allir aðrir í sveitinni. Ekki var talað um annað, þó aðeins með hvísli og pískri. Gamall maður var staðinn að göldrum fyrir vestan. Sendi víst draug til að vinna nágranna sínum mein. Sendingin kom ekki höggi á grannann en endaði á að drepa alla hestana hans. Eins gott að karlinn var brenndur. Sjaldan voru sveitungar sveitungar sammála um nokkuð, en þarna voru allir á sömu skoðun. Hvernig ætli sé að brenna lifandi? velti Guðrún fyrir sér á meðan hún sat á kirkjubekknum og fylgdist með fólkinu streyma inn í litlu kirkjuna þeirra. Hún hafði brennt á sér hendurnar við grautarpottinn heima og fengið sjóðandi vatn á tærnar. Hún hafði leikið sér að því að stinga fingurgómum í gegnum kertaljós til að sjá hvað hún þyldi logann lengi. Það var sársaukafullt í smá stund og sveið á eftir, en hvernig væri að finna logana læsa sér í klæðin þar til þau brynnu inn að skinni? Finna hitann dreifa sér um allan Orð til skoðunar: sveitungar taðbútur hlóðir altari oss-vér-vor rómur seiðskratti að vera í vist maddama gylliboð myrkrahöfðingi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=