Bókablikk - Saman gegn matarsóun
7 Saman gegn matarsóun Umhverfishugtök • Matarsóun – þegar mat sem er ætur eða hefur verið ætur er hent. Ekki er talað um matarsóun í sambandi við þann hluta matar sem er ekki ætur t.d. bananahýði, appels- ínubörkur, bein o.þ.h. • Auðlindir – náttúruauðlindir geta verið afar margar og ólíkar en eiga það sameiginlegt að þær eru eitthvað sem við mennirnir getum nýtt okkur. Í sambandi við mat og mat- arsóun eru kannski helstu auðlindirnar vatn, næringarefni (áburður), landsvæði (akur, regnskógur) og orka til að flytja matinn til og frá (rafmagn, olía). • Sjálfbærni – Það eru til margar skilgreiningar á sjálfbærni en í grunninn snýst sjálf- bærni um að allir Jarðarbúar, óháð því hvar og hvenær þeir eru fæddir, geti mætt sínum þörfum (t.d. hreint vatn, matur, húsaskjól, menntun og heilbrigðisþjónusta) án þess að þeir gangi það nærri auðlindum og lífríki Jarðar að komandi kynslóðir geti ekki mætt sínum þörfum. • Kolefni / CO2 – Lofttegundin CO2 á sér mörg nöfn og það getur verið svolítið ruglings- legt. M.a. er talað um koltvísýring, koltvíildi, koltvíoxíð eða koldíoxíð en þetta eru allt nöfn yfir sama hlutinn. Oft er líka talað um kolefni (á ensku: carbon) til einföldunar og það verður gert í þessu námsefni. Þessi lofttegund samanstendur af einni kolefnis- frumeind (C) sem er bundin við tvær súrefnisfrumeindir (O+O). Jafnvel þó flestir tali um þessa lofttegund í dag eins og hún sé vondi karlinn eða jafnvel mengun þá er hún mikilvægur hluti af lofthjúpnum á jörðinni sem heldur okkur á lífi. Við öndum t.d. frá okkur koltvísýringi og plönturnar og aðrar ljóstillífandi lífverur breyta honum í súrefni og sú hringrás heldur áfram endalaust. o Þegar kolefni er aukið í andrúmsloftinu okkar (af mannavöldum) þá veldur það breytingum á loftslaginu sem skýrir af hverju kolefni er oft talið slæmt. o Lífverur (og við sjálf) innihalda mikið af kolefni (C) og þegar t.d. regnskógur er brenndur þá losnar þetta kolefni út í andrúmsloftið, binst súrefni og myndar CO2. • Gróðurhúsaáhrifin – Sólin sendir frá sér geisla sem lenda á yfirborði jarðar. Hluti þeirra endurkastast frá jörðinni sem varmi aftur út í lofthjúpinn. Lofttegundir í loft- hjúpnum gleypa hluta af þessum endurkastaða varma og halda honum að jörðinni þannig að hann sleppur ekki út í geiminn. Þannig helst hiti á jörðinni, svolítið eins og hún væri í lopapeysu. Þessar lofttegundir eru kallaðar gróðurhúsalofttegundir enda virka þær að nokkru leyti eins og gróðurhús. Kolefni (CO2) ásamt öðrum gróðurhúsa- lofttegundum eins og t.d. metani (CH4) og vatnsgufu (H2O), er að finna í lofthjúpi jarðar. Þetta náttúrulega fyrirbæri kallast gróðurhúsaáhrif og án þeirra væri meðalhiti á jörðinni um 30 gráðum minni en hann er núna, eða um -17°C og jörðin væri þá of köld til að við gætum lifað hér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=