Bókablikk - Saman gegn matarsóun
3 Saman gegn matarsóun Fyrir nemendur Kæru nemendur. Í þessu námsefni lærið þið um matarsóun og hvað þið getið gert til að koma í veg fyrir matarsóun. Þannig hjálpið þið jörðinni. Það er nefnilega bein tenging á milli matvælaframleiðslu, matarsóunar, loftslagsmálanna (loftslagshamfara) og lífríkis jarðar (tapi á lífbreytileika). Við lærum oft mest á því að rannsaka hlutina sjálf og það er einmitt það sem þið ætlið að gera. Námsefnið samanstendur af 10 ólíkum verkefnum í þremur hlutum. Gangi ykkur vel. 1. Hluti. Matarsóun, orsakir og afleiðingar Í fyrsta hluta námsefnisins er matarsóun skilgreind og ræddar ástæður þess að mat er hent. Einnig er matarsóun sett í samhengi við stór umhverfismál eins og loftslagshamfarir (lofts- lagsbreytingar) og tap á lífbreytileika. Sjá verkefni 1-4. • Hvað er matarsóun og af hverju hendum við mat? • Hvar er mat hent (í framleiðslu, við flutning, á heimilum, veitingahúsum o.s.frv.)? • Hvaða máli skiptir matarsóun? Hvað græðum við á því að minnka matarsóun? • Hvað er kolefnisspor og hvernig tengist það matnum okkar? Hvernig tengist matarsóun loftslagsmálum og loftslagshamförum af mannavöldum? • Hvað er lífbreytileiki og hvernig tengist hann matnum okkar? • Hvað þýða mismunandi dagsetningar (best fyrir og síðasti neysludagur) á matvælum? • Hvað verður um matinn sem ekki nýtist? • Hvernig tengist matarsóun okkar Íslendinga öðrum löndum og landsvæðum? Hvaðan kemur t.d. bananinn og hver er raunverulegur kostnaður við að hann lendir í ruslatunnu á Íslandi?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=