Bókablikk - Íslendingaþættir

5 manni sem lendir í erfiðum eða hættulegum aðstæðum en er þolinn og úrræðagóður og bjargar sér. Og þar má líka lesa andstæðu þess, vegna þess að þar sem eru hugaðir menn og hreinskilnir, þar eru líka aðrir sem verða uppvísir að undirferli og svikum, lygum, óhróðri og yfirgangi. Lesandinn verður svo sjálfur að draga ályktanir af frásögninni. Annað er það sem vekur athygli þegar þættirnir eru skoðaðir. Engin aðalpersóna Íslendingaþátta er kona. Eini þátturinn sem ber nafn konu er Gull-Ásu-Þórðar þáttur og þar er þó Ása í aukahlutverki því að Þórður er að sjálfsögðu aðalpersóna þáttarins, hetja frá- sagnarinnar. Þetta er umhugsunarvert. Var líf og starf kvenna á þessum tíma svo fábrotið og lítils um vert að um það fæddust engar sögur? Voru kannski skrifar- arnir allir karlmenn og sáu ekki annað frásagnarvert en sögur sem tengdust vopnaburði og hermennsku? Þið sem lesið þessa bók ættuð að velta fyrir ykkur þessum algjöra kynjahalla í Íslendingaþáttum og íhuga hvort ekki hefði verið hægt að setja saman einhverja þætti um hugrekki, hreysti og snjöll tilsvör með konu í aðal- hlutverki. Þetta breytir þó ekki því að þættirnir eru skemmti- legir aflestrar og þeir hafa sinn boðskap og leiftrandi snilld sem íslenska þjóðin hefur glatt sig við í átta hundruð ár, að minnsta kosti, líklega miklu lengur. Við skulum njóta frásagnanna. Þær eru þess virði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=