Bókablikk - Íslendingaþættir
4 Íslendingaþættir eru stuttar frásagnir frá miðöldum. Þeir hafa gildi sem sjálfstæðar sögur, oft tengdir öðrum viðameiri sögum, jafnvel í sumum tilvikum hluti af stærra verki en geta staðið sem sjálfstæð saga. Líklegt er talið að áður en ritun hófst hafi þættirnir verið þekktir sem munnlegar frásagnir. Lausamálstextum frá miðöldum er í umfjöllun fræðimanna venjulega skipt í sex flokka: helgi- sögur (biskupasögur), riddarasögur (frumsamdar og þýddar), fornaldarsögur Norðurlanda, konunga- sögur, samtíðarsögur (einkum Sturlungasaga en stundum eru sögur um nýlátna konunga og biskupa taldar með í þeim flokki) og Íslendingasögur. Íslendingaþættir eru sjöundi flokkurinn ogmisjafnt er hvort þeir eru skilgreindir sem sérstakur undirflokkur fornsagna eða undirflokkur Íslendingasagna. Íslendingaþættir fjalla, eins og nafnið bendir til, um Íslendinga. Í öllum tilvikum er aðalpersónan Íslendingur og þátturinn segir af einhverjum frá- sagnarverðum atvikum í lífi hans. Flestir þættirnir eru varðveittir í handriti sem kallast Morkinskinna og inniheldur konungasögur. Þættirnir tengjast konungasögum þannig að oft fjalla þeir um samskipti íslenskra manna við erlenda konunga. Þar má þá lesa um skemmtileg tilsvör og djarfar og hreinskilnislegar ákvarðanir. Íslendingaþættir bera alltaf með sér einhvern boðskap, segja frá eftirtektarverðri uppá- komu eða einhverju sem er vert til eftirbreytni,
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=