Bókablikk - Íslendingaþættir
11 1. BRANDS ÞÁTTUR ÖRVA B randur sonur Vermundar í Vatnsfirði kom utan af Íslandi til Noregs. Hann var kallaður Brandur hinn örvi vegna þess hvað honum þótti gaman að gefa öðrum gjafir. Brandur sigldi skipi sínu inn til Niðaróss. Þjóðólfur skáld var vinur Brands og hafði sagt Haraldi konungi margt frá Brandi, hve mikill ágætismaður hann var. Þjóðólfur hafði sagt að honum þætti augljóst að enginn annar maður væri heppilegri til að verða konungur yfir Íslandi. Eitt sinn þegar Þjóðólfur var að tala um hvað Brandur væri örlátur þá sagði konungur: „Nú ætla ég að komast að því hvort þetta er rétt hjá þér,“ segir hann. „Farðu til hans og biddu hann gefa mér skikkjuna sína.“ Þjóðólfur fór og kom inn í skemmu þar sem Brandur var að vinna. Hann stóð á gólfinu og mældi léreft en það er efni til að gera föt úr. Hann var í rauðum kyrtli og rauðri skikkju utan yfir honum og hafði losað um skikkjuböndin til að eiga auðveldara með vinnuna. Hann hafði gullskreytta öxi í handarkrikanum. Þjóðólfur mælti: „Konungur vill fá skikkjuna að gjöf.“ Brandur hélt áfram við verkið og svaraði engu, en hann lét skikkjuna falla af sér og tekur Þjóðólfur hana upp og færir konungi og spurði konungur hvað Brandur hefði sagt. Þjóðólfur segir að Brandur hafði ekki sagt orð, segir konungi síðan hvað hann var að gera og hvernig hann var búinn. hinn örvi merkir hinn örláti, gjafmildi kyrtill er síð skyrta úr vönduðu ullarefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=