Bókablikk - HÖNNUN KÖNNUN

16 Æfing 2 – Myndgerð merking Leikur með orð og merkingu – Týpógrafía Tímalengd: 80-160 mínútur + heimavinna Aðferð: Nemendur myndgera merkingu orðanna hér að neðan. Skoða skal mismunandi einkenni og blæbrigði leturs og hvernig það það fer saman við ákveðin orð og merkingu þeirra. Með því að raða stöfunum upp á ákveðinn hátt getur merking orðs komið frekar í ljós. Eins má leika sér að formum leturs til að ná þessu fram. Gera skal margar tillögur við hvert orð. Vinna má með orðin á blaði og í teikniforritum. Snúa má stöfunum og raða að vild, toga og teygja eða skrifa orð oft merkingu til stuðnings, svo framarlega sem orðin eru læsileg. Nota má há- og lágstafi, stækka og minnka, klippa út og líma. Eins má teikna letur fríhendis og þannig búa til nýja leturgerð sem hæfir orðinu og merkingu þess. Hér að neðan eru örfá dæmi um orð sem vinna má með, finna má fleiri eða önnur: VEÐRABRIGÐI: sól · rigning · vindur · rok · stormur · logn · sólarupprás · sólsetur · dagur · nótt TILFINNINGAR: gleði · hamingja · reiði · heift · hatur · hræðsla · kjarkur TÓNLIST: djass · rokk · klassík · sterkt · veikt · mjúkt · hart ÞJÓÐFÉLAGSMÁL: kúgun · múgsefjun · fangelsi · stjórnleysi · stríð · friður · velmegun · fátækt · lýðræði · einræði ANNAÐ: sigling · egg · sprenging · regla · óreiða · fjölbreytni · einsleitni · lárétt · lóðrétt týndur · truflun · bogi Bjargir: Skriffæri, blöð, skissubækur, ljósritunarvél, lím, tölvur, indesign/illustrator, veraldarvefurinn, virkt hugmyndaflug og ímyndunarafl. Leitarorð: typography meaning. Grunnþættir: Læsi · sköpun Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · myndmennt Ávinningur: Myndrænn leikur að orðum er frábær leið til að velta fyrir sér formfræði og lögmálum hennar, „positívu“ og „negatívu“ plássi, íslenskri tungu, bókstaflegri og táknrænni merkingu, svo fátt eitt sé nefnt. GÁTA: Komið er með feðga inn á bráðamóttöku. Faðirinn er dáinn og sonurinn mjög slasaður og þarf að fara í aðgerð. Skurðlæknirinn kemur fram og segir við hitt starfsfólkið: „Ég get ekki framkvæmt þessa aðgerð, þetta er sonur minn“ Hvernig stendur á þessu? Hver er lykillinn að þessari gátu? ... SVAR: Skurðlæknirinn er mamma þess slasaða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=