Bókablikk - Grikkland hið forna

15 Vissir þú að það að skoða heiminn á markvissan hátt með því að spyrja spurninga og leita svara við þeim er kallað vísindi? Með vísindum eykst þekking sem nýtist til að auðvelda okkur lífið. Svo verður til tækni, aðferðir og tæki sem fólk nýtir sér áfram. Heródótos var sannkallaður faðir sagnfræð- innar vegna þess að hann safnaði gögnum með nákvæmum sagnfræðilegum vinnu- brögðum um stríðið á milli Grikkja og Persa. Það rit varð fyrirmynd sagnfræðinga og markar upphaf sagnaritunar á Vesturlöndum. Pýþagóras var stærðfræðingur sem talinn er hafa fundið út reglu til að reikna út flatarmál rétthyrnds þríhyrnings. Við hann er sú regla alla vega kennd. Hann kom sér upp hópi læri- sveina sem kölluðu sig Pýþagóringa. Þeir töldu að allt væri gert úr tölum hvort sem um var að ræða himinhvolfið, hreyfingar himintungla eða tónlist. Hann og lærisveinar hans töldu að jörðin hlyti að vera hnöttótt sem var gegn ríkjandi skoðunum fólks á þessum tíma. Umræður og verkefni 1. Hjálpist að við að finna góða útskýringu á því hvað er heimspeki? En hvað er síðan siðfræði? Hvaða munur er á þessum tveimur hugtökum? 2. Hvað mynduð þið vilja vera þekkt fyrir að finna upp er varðar tækni og vísindi eða náttúrulögmál? 3. Veljið ykkur einn þessara heimspekinga eða fræðimanna og kynnið ykkur hvað hann er þekktur fyrir eða veljið annan áhugaverðan aðila til að kynna ykkur. a. Aristoteles c. Demókrítos b. Platón d. Arkímedes Pýþagorasarreglan útskýrð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=