Bókablikk - Grikkland hið forna

14. Eins og áður er nefnt var byggður grunnur fyrir nútímasamfélagið í Grikklandi fyrir 2.500 árum. Nokkrir af mestu fræðimönnum sögunnar voru uppi á þessum tíma og höfðu þeir mikil áhrif með hugmyndum sínum. Hér verður fjallað um nokkra þeirra. Hippókrates er oft kallaður faðir læknis- fræðinnar og þegar læknar útskrifast sverja þeir Hippókratesareiðinn þar sem þeir lofa að sinna starfi sínu af fagmennsku og að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda eftir bestu getu. Hippókrates rannsakaði heilsu og sjúk- dóma og beitti við það vísindalegum aðferðum. Til þess að lækna sjúklinga hvatti hann lækna til að hafna yfirnáttúru og taka þess í stað mið af reynslunni og þeim álykt- unum sem draga má af henni. Hafna því til dæmis að segja sjúklingi að guðirnir væru reiðir og þess vegna væri hann veikur. Það að biðja fyrirgefningar yrði ekki til þess að þeim myndi líða betur. Sókrates var heimspekingur sem velti fyrir sér hugmyndum um sannleika, gæsku og illsku. Hann var vanur að reika um stræti og torg og tala við fólk og fá það til að koma röð og reglu á hugsanir sínar. Hann trúði því að ef menn hugsuðu nógu skýrt myndu þeir breyta rétt. Sókrates sagði að dyggð væri byggð á þekkingu og mikilvægust væri sjálfsþekkingin. „Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt,“ sagði hann gjarnan. Sókrates skrifaði ekki neitt sjálfur en það gerði nemandi hans Platón sem hélt áfram að þróa heimspeki hans og einnig sína eigin heimspeki. Í rökræðum sínum eignaðist Sókrates óvini og var hann ákærður fyrir að lítilsvirða guðina og afvegaleiða unga menn. Hann var á endunum kærður fyrir að spilla unga fólkinu og var látinn drekka eitur sem dró hann til dauða. Listaverkið Dauði Sókrates eftir Jacques Louis David, 1787. Heimspekingar og fræðimenn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=