Bókablikk - Grikkland hið forna

8. Mýkena og Hómer Rétt eins og Íslendingar eiga sínar víkinga- sögur eiga Grikkir sér líka fornsögur. Elstu sögur af Forn-Grikkjum segja frá þjóð sem kennd var við borgríkið Mýkenu frá árinu 1600 f.Kr. Mýkenar voru bronsaldarþjóð, stunduðu mikla verslun og áttu stór skip sem sigldu milli landa og skiptu á vörum eins og ólívuolíu og víni fyrir brons og fílabein. Lítið er vitað um Mýkenuþjóðina en á 8. öld f.Kr. fór hinn blindi söngvari Hómer að flytja ljóð og sögur um atburði sem gerðist á tímum Mýkena og þaðan eru komin söguljóðin tvö, Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Höfum samt í huga að sögurnar voru skrifaðar eftir að hafa gengið munnlega milli manna í mörg hundruð ár og hafa því trúlega vikið nokkuð frá sannleik- anum. Rétt eins og Íslendingasögurnar eru okkar menningararfur eru sögur Hómers um Akkilles, Ódysseif og Hektor hluti af menning- ararfi Grikkja. Ilíonskviða Ilíonskviða segir frá áralöngu stríði Grikkja við borgina Tróju sem var borg sem væri í Tyrk- landi í dag. Umsátur Grikkja um Trójuborg stóð í 10 ár en Ilíonskviða lýsir aðeins broti úr sögu þessa fræga stríðs. Þar börðust hetjurnar Akkilles og Ódysseifur fyrir Grikki en með Trójuher barðist hetjan Hektor. Trójuhesturinn Fræg er sagan af því hvernig Grikkjum tókst að sigra her Trójuborgar. Grikkir þurftu að koma sér upp leynivopni til að komast inn fyrir virkisveggi Tróju. Þeir brugðu á það ráð að smíða gríðarstóran tréhest og skilja hann eftir fyrir framan hlið borgarinnar. Hesturinn var holur að innan og nokkrir grískir hermenn skriðu inn í hann og biðu átekta. Gríski herinn þóttist síðan yfirgefa Trójustrendur á skipum sínum. Trójumenn héldu að þeir hefðu unnið stríðið og drógu tréhestinn inn fyrir borgar- hliðin; töldu hann vera sigurlaun frá Grikkjum. En um nóttina læddust grísku hermennirnir út úr hestinum, drápu verðina og opnuðu borg- arhliðin. Þar var gríski herinn mættur og lagði Tróju í rúst þessa nótt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=