Bókablikk - Grikkland hið forna

2. Grísk áhrif Forn-Grikkir lögðu grunninn að skipulagi í stjórnmálum, heimspeki, vísindum, stærð- fræði, list, bókmenntum og jafnvel íþróttum dagsins í dag. Þeir fundu upp lýðræðið, héldu fyrstu Ólympíuleikana og settu fram kenn- ingar í stærðfræði, stjörnufræði og eðlisfræði sem urðu til þess að breyta því hvernig við horfum á heiminn í dag. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Hlustar þú á músík ? Fylgist þú með Ólympíuleikunum þegar þeir eru haldnir? Þekkir þú einhvern sem hefur hlaupið maraþon ? Ferðu kannski stundum í panik þegar þú ferð í bíó eða apótek ? Borðar þú stundum melónu, gúrku eða rabb- arbara ? Skáletruðu orðin hér að ofan eru öll komin úr grísku enda þótt þau hafi borist til okkar í gegnum önnur tungumál. Grikkland kallast Hellas á grísku og því kölluð- ust þeir sem fæddust í Grikklandi Hellenar. Til að aðgreina sig frá öðrum þjóðum kölluðu Grikkir aðra en þá sem töluðu grísku barbara vegna þess að tungumál þeirra hljómaði eins og óskiljanlegt „bar-bar-bar“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=