Bílamúsin

4 Þegar Pétur kom í vinnuna tók fólk eftir mús í bílnum og lét hann vita. Þetta var raunveruleg mús. Hún sat í bílstjórasætinu og horfði á fólkið sem horfði á hana. Pétur prófaði að opna bílinn varlega og gá hvort músin vildi hoppa út. Það vildi hún ekki. Hún stökk niður á gólfið, hvarf á bak við bremsuna og komst upp undir mælaborðið. Hundurinn fór inn í bílinn til að ná músinni en komst auðvitað ekki á eftir henni. Hvað er mælaborð?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=