Bílamúsin
14 Pétur opnaði bílinn varlega til að taka mynd af músinni. Hún trítlaði í aftursætið og skaust svo í afturgluggann. Þegar músin kom loks að opnum dyrunum stoppaði hún aðeins. Það var eins og músin vildi leyfa Pétri að taka mynd til minningar um sig. Svo teygði hún sig fram og hnusaði af borginni. Að lokum hoppaði músin sjálf út úr bílnum. Núna var hún ekki lengur bílamús heldur orðin borgarmús. Hvað ætli músin geri í borginni?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=