Arfurinn

97 eitthvað svoleiðis, fengi hræðilegan sjúkdóm. Þá væri nú frábært ef einhver sem skipti miklu minna máli gæti bara lesið bókina og dáið til að bjarga snillingnum! Var ekki klikkun að kveikja í svona bók? Hún mátti auðvitað alls ekki komast í hendurnar á ein- hverjumvondum! Hannes skildi það alveg. Það væri hræði- legt ef hún væri notuð til að bjarga lífi einhverra skúrka. Það væri hægt að pína saklaust fólk til að lesa galdurinn, svo það myndi deyja í staðinn fyrir fúlmennið. En ef bókin væri á góðum og öruggum stað gæti hún á endanum bjargað heiminum! Alveg eins og hún hafði bjargað Hannesi sjálfum, Guð- varði og öllum ættingjum þeirra. Án bókarinnar hefði ekk- ert þeirra orðið til. Hannes leit til himins. Loftið var pissugult á litinn. Æ, þessi eldgos og vesen hlytu að hætta á endanum. Var það ekki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=