Arfurinn

93 af brjóstamjólk, því hún hafði verið í burtu frá drengjunum sínum í heilan sólarhring. Konan tók sér málhvíld. Og Friðsemd hélt á bók. – Bók? spurði Hannes og fálmaði eins og ósjálfrátt eftir bakpokanum sínum. – Bók, endurtók konan. Og árið 1651 var það ekkert smámál að vinnukona kæmi heim með bók. Og það sem meira er, bókin var greinilega galdrabók. Hannes tísti. – Æ, þetta 17. aldar lið var allt með galdra á heilanum, sagði konan og hnussaði. Friðsemd hefði getað komið heimmeð IKEA-bæklinginn og fólk hefði sennilega haldið að það væri galdrabók. En sagan segir nú samt að þetta hafi verið alvöru galdrabók. Og að Friðsemd hafi stigið niður í undirdjúpin og sótt hana þangað. – Hvað ætlaði hún að gera við bókina? hvíslaði Hannes. – Sagan segir að Friðsemd hafi farið niður til heljar til að biðja litla, veikburða drengnum sínum griða, sagði konan hægt. Og að þar hafi hún fengið hræðilegan grip. Bók sem innihélt galdraþulu. Færi maður með þuluna var hægt að bjarga einu lífi á kostnað annars, sagði konan með miklum alvöruþunga. – Ha? sagði Hannes. – Já, sagði konan. Til að bjarga einu lífi varð annað að koma í staðinn. Og ég sagði þér áðan að Skálholt var fullt af niðursetningum. Hér voru gamalmenni, fatlað fólk, alls- kyns vesalingar. Örugglega ýmsir sem Friðsemd fannst að væri ekki stórmál að færu aðeins fyrr á vit skapara síns en

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=