Arfurinn

91 – Jónsdóttur, sagði konan og kinkaði kolli. Já, þú hefur rekið augun í steininn? Hann var endurreistur fyrir nokkrum áratugum. Það var óvenjulegt – Friðsemd var bara venjuleg vinnukona, bláfátæk og af lágum stigum. Það hefur auðvitað búið margt fólk hérna í Skálholti sem ekki hefur fengið reist um sig minnismerki. Hér voru alltaf ómagar og sjúklingar og niðursetningar, þó það sjáist ekki mikil merki um það núna. En það var fólk hérna í sveit- inni sem kunni söguna af Friðsemd og vildi ekki að hún gleymdist. Það eru sumir sem vilja halda hlutum til haga. Vilja passa upp á hluti. – Söguna um Friðsemd? spurði Hannes spenntur. Er saga? – Það er heldur betur til saga, sagði konan sem var ekki í vinnu í kirkjugarðinum heldur vann þar bara. – Geturðu nokkuð sagt mér þessa sögu? bað Hannes. Það er mikilvægt. Og konan brosti, kinkaði kolli og hallaði sér fram á legsteininn hennar Friðsemdar. Eins og hún væri glöð að einhver hefði spurt hana. Eins og hana langaði að segja sögur. Hannes var búinn að leita að svörum í marga daga og enginn hafði viljað láta hann fá þau og hér var komin kona sem vildi ekkert frekar en að einhver hlustaði á hana. Hann hefði getað farið að skæla, honum var svo létt. – Friðsemd var bara átján ára, sagði konan, þegar hún varð þunguð. Hún var ekki gift, hún var vinnukona hérna í sveitinni en annað eins hafði nú gerst. Það var samt ekki ákjósanlegt. Auðvitað ekki. En svo kemur að því að hún

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=