Arfurinn
90 Nafnið Friðsemd var dálítið eins og það tilheyrði einhverri hetju í sögu. Hann rétti skyndilega úr bakinu og starði á steininn. Friðsemd Jónsdóttir. Dó nítján ára gömul. Hann mundi. Hann mundi eftir því að hafa borðað pipar- kökur með Guðvarði og skoðað Íslendingabók. Skoðað þetta nafn. Þessi nítján ára formóðir. Konan sem þeir Guð- varður voru báðir sprottnir frá. Hérna var hún. Þetta var hún, hann var viss um það! Hannes skimaði ört í kringum sig. Hvað var í gangi? Þetta gat ekki verið tilviljun. Hannes sá gráhærða, stuttklippta konu á vappi fyrir utan kirkjugarðsvegginn. – Halló! Hann spratt á fætur og kallaði. – Halló! Fyrirgefðu! Stopp! Vinnur þú hérna? Konan leit upp þegar hann kom hlaupandi. – Vinn hérna? spurði hún. Já, ég vinn hérna. Ég er kannski ekki í vinnu hérna, sagði hún hugsi, en ég vinn hérna samt. Ég kem hingað og hugsa um eitt og annað. Passa upp á að hlutirnir séu í lagi. Það er svo mikilvægt að hlutirnir séu í lagi, finnst þér það ekki? Hannes mændi á hana. Hlutirnir voru eins lítið í lagi og þeir höfðu nokkru sinni verið. – Friðsemd, sagði hann í staðinn. Veistu eitthvað um fólkið sem er grafið hérna. Eins og hana Friðsemd …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=