Arfurinn

86 af reiði. Augabrúnirnar voru krumpaðar, nefið á henni var krumpað og varirnar beyglaðar. – Mér er skítsama, sagði hún svo. Komdu þér út úr bíln- um mínum. Ég þarf að mæta í vinnuna og ég ætla ekki að hafa þig með mér. – En ég verð að komast á Snæfellsnes, sagði Hannes. Ég VERÐ! – Út úr bílnum, sagði Álfrún hægt og benti út um rúð- una. í átt að kirkjunni. Hannes hafði ekki hugmynd um hvar þau voru. – Þú meinar þetta ekki, sagði Hannes. Ég skil að þú sért reið, ókei, sorrí, en ég veit alveg að þú meinar ekki í alvöru að þú ætlir að henda mér út. – Drullaðu þér út, sagði Álfrún, eða ég hendi þér út. Hannes hallaði sér frá henni og upp að farþegahurðinni. Hún fnæsti á hann. Þegar hann hreyfði sig ekki meira rykkti hún upp bílstjórahurðinni, stóð upp og skálmaði í kringum bílinn. Nei. Hún ætlaði ekki í alvöru að … nei? Hún ætlaði í alvöru. Hún var hvít í framan af bræði og þegar hún svipti upp hurðinni og stóð yfir Hannesi fannst honum hún vera þrír metrar á hæð. Hann flýtti sér út úr bílnum til að reyna að koma vitinu fyrir hana. – Álfrún, sko … En hann komst ekki lengra. Hún ýtti honum frá bílnum, grýtti bókinni á eftir honum, skellti aftur farþegahurðinni, stikaði aftur að bílstjórasætinu, skellti á eftir sér og ók burt. – Álfrún! kallaði Hannes. Í alvöru, hættu þessum stælum!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=