Arfurinn

85 Álfrún snarstoppaði bílinn skammt frá húsaþyrpingu og stórri kirkju. Hannes var í smá stund að fatta að hún hafði ætlað að stoppa en ekki bara nauðhemlað af því að það var kind, beygja eða óvæntur túristi á veginum, eins og svo oft áður. Núna var ekkert sérstakt á veginum og Álfrún var stopp. Og hún var brjáluð á svipinn. – Nei, allt í lagi, sagði Álfrún. Við erum ekki fjölskylda. Þetta er alveg rétt hjá þér, við skulum ekki leika neinn leik. Ég þekki þig ekki og þú þekkir mig ekki. Svo við skulum bara hætta þessu núna. – Hvað meinarðu? spurði Hannes. Bókin rumdi einkennilega í bakpokanum hans. Hann lét eins og hann heyrði það ekki. – Þú veist hvað ég meina, sagði Álfrún. Þú varst að segja það. Við erum ókunnug og ég hef enga ástæðu til að keyra ókunnuga á milli landshluta. Sérstaklega fólk sem er leiðinlegt við mig. Fólk sem finnst allt sem ég geri ómerkilegt. Sem finnst að ég geti ekki mögulega haft neitt merkilegra að gera heldur en að leika bílstjóra fyrir stráka í einhverjum hasarleik. Stráka í hasarleik? Hannes hafði aldrei heyrt neitt jafnheimskulegt. – ERTU EITTHVAÐ RUGLUÐ? orgaði hann. Þú veist hvað er að gerast! Þú sást konuna með hnífinn! Þú ert búin að finna jarðskjálftana í hvert sinn sem ég set bókina á jörðina! Bíllinn þinn er allur í rúst eftir að þetta fólk klessti á þig! Ég er ekki að leika neinn leik, þetta er í alvöru! Álfrún horfði á hann og andlitið á henni var afmyndað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=