Arfurinn

84 – Jú, auðvitað veit ég það, það er allt á netinu, sagði Hannes án þess að ætla að segja það. Því auðvitað svaraði Álfrún: – En við þekkjumst ekkert á netinu! Svo þagnaði hún þegar hún fattaði hvað Hannes hafði sagt. Að hann hefði njósnað um hana á öllum samfélags- miðlunum eins og hann gat. Að hann gúgglaði hana stund- um. Hann var nú meiri bjáninn. En hann hafði ekkert getað leyft henni að segja að hann vissi ekkert um hana. Að honum stæði alveg á sama. Því það var ekki satt. Og það var bara frekar ósanngjarnt. – Áttir þú ekki að vera stóra systirin? spurði hann á móti. Áttir þú ekki að vera sú sem passaði upp á mig? Þú ert heldur ekkert búin að tala við mig. Þú ert ekkert búin að senda mér skilaboð, að fylgjast með mér. Nei, þú lést þig bara hverfa um leið og við fluttum burt. Þú varst bara með pabba þínum í liði. Þú nenntir aldrei að eiga lítinn bróður á meðan við vorum í fjölskyldunni og þú nenntir því sko enn þá minna þegar ég var bara orðinn fyrrverandi bróðir! Mamma sagði alltaf að ykkur hefði öllum staðið á sama um okkur og það var rétt hjá henni! Svo, nei, auðvitað var ég ekkert að skrifa þér, eða senda þér vinarbeiðnir eða biðja þig um að vera einhver vinkona mín. Auðvitað gerði ég það ekki. Og ekki heldur núna. Af því ég veit alveg að þú komst bara af því að þú skuldaðir mér greiðann. Svo, nei, ég ákvað að vera ekkert að leika eitthvert leikrit um að við værum vinir. Eða fjölskylda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=