Arfurinn
83 Hannes sagði ekki neitt. Hún stoppaði bílinn. – Hvað ertu að gera? orgaði Hannes. Þú verður að keyra! Keyrðu hraðar, við erum að flýta okkur! – Mér finnst að þú getir kannski bara einu sinni reynt að vera dálítið almennilegur, sagði Álfrún. Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því en þú ert búinn að frekjast, skamma mig og vera bara frekar dónalegur alveg síðan þú hringdir í mig. – Dónalegur? Hannes vissi ekki hvert hann ætlaði. Sko, þegar heimurinn er að farast hefur maður engan tíma fyrir kurteisi! – Þú þarft engan auka tíma til að láta eins og almennileg manneskja, sagði Álfrún. Einu sinni, þegar þú varst lítill, þá kunnir þú þetta. Ég er ekkert að biðja þig um að segja miklu fleiri orð en þú gerir. Ég er bara að segja að þú gætir valið orðin sem þú notar aðeins betur. En það er eins og þú sért búinn að gleyma hvernig á að gera það. – Ég trúi ekki … sagði Hannes en Álfrún hélt áfram að tala. – Jú, veistu, þú ættir reyndar að nota dálítið fleiri orð. Við erum búin að keyra mörg hundruð kílómetra saman og það hefur verið tími til að segja: „Hei, Álfrún, takk fyrir að koma. Takk fyrir að redda mér.“ Það var alveg tími til að spyrja kannski: „Hvað er að frétta af þér, hvað ertu búin að vera að gera síðustu þrjú ár?“ Þú veist ekki einu sinni í hvaða framhaldsskóla ég er eða hver áhugamálin mín eru eða hvar ég vinn eða …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=