Arfurinn

82 RIFRILDIÐ Flugvélin var farin. Flugvélin hans var farin og bráðum myndi hún lenda og föðursystir hans kæmist að því að það var enginn lítill, píanóspilandi frændi um borð. Og þá yrði allt vitlaust. Hannes var ekki um borð, hann myndi ekki vinna tón- snillingamótið og bráðum yrðu allir viðbragðsaðilar á Íslandi að leita að honum. Andskotinn! Hann var bara fastur hérna í þessum ömurlega litla, græna bíl sem keyrði núna ótrúlega hægt vestur á bóginn, eftir að Álfrún hafði heimtað að þau stoppuðu í marga klukkutíma – fimm klukkutíma! – til að hún gæti sofið. Og nú keyrði hún allt í einu eins og hún væri spiluð hægt, af því hún sagðist vera of syfjuð til að þora að keyra hratt. Hannes hafði aldrei verið í svona vondu skapi áður. – Allir venjulegir bílstjórar væru komnir á Snæfellsnes fyrir löngu, hvæsti Hannes. Álfrún sneri sér í sætinu til að horfa á hann og allur bíll- inn snerist með henni þegar hún kippti í stýrið. – Nú, þá hefðir þú kannski átt að hafa samband við alla þessa venjulegu bílstjóra sem þú þekkir, sagði hún. – Ég hefði átt að vita að þetta yrði svona, urraði Hannes. Auðvitað varð þetta algjört klúður eins og allt sem þið gerið. – Við? spurði Álfrún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=