Arfurinn

79 sett filma yfir allt í heiminum, svo allir litir yrðu annar- legir. Það var komið kvöld og Hannes var þreyttur. Álf- rún hlaut að vera enn þá þreyttari, hún hafði verið vakandi síðan í gær. – Ég veit það ekki, sagði Hannes. Kannski bara … lagast allt? Kannski hættir bara að gjósa og þetta fólk hverfur? Álfrún leit í augun á honum. Já, sagði hún svo. Kannski hverfur það. Eða kannski verður það bara enn þá reiðara. Hannes kyngdi munnvatni. Honum hafði alveg dottið það í hug líka. En leiðbeiningarnar frá Guðvarði voru það eina sem hann hafði. Hann varð að treysta því að það væri rétt hjá honum – að bókin yrði að eyðileggjast. – Við verðum að reyna, sagði Hannes. Það voru til leiðbeiningar á netinu um það hvernig mað- ur á að brenna bækur. Það er ekki alveg einfalt mál. Það er erfitt að koma nógu miklu súrefni á milli síðnanna til þess

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=