Arfurinn

78 hans var kannski ekki eins og aðrar mömmur – en það var líka af því hún var betri. Það var engin mamma glæsilegri en mamma hans Hannesar, þegar hún mætti á bekkjar- skemmtanir með uppsett hár og í síðum kjól. Það var engin mamma klárari en mamma hans Hannesar. Og hann fékk að vera í fjölskyldu með henni. Hann vonaði bara að mamma hans myndi aldrei frétta af því að hann hefði hringt í Álfrúnu. Hún yrði ekki glöð. Hann var samt sjálfur mjög feginn að hafa hringt í hana, nú þegar þau stóðu fyrir utan verslun og Álfrún var að kaupa einnota grill, kveikivökva og eldspýtur. Hannes var ekki góður í svona. Álfrún hafði alltaf verið í skátunum þegar hún var lítil. Kannski var hún það enn þá og gæti fundið út úr þessu. – Ókei, skátadrottning, sagði Hannes þegar hún kom aftur. Hvað nú? – Við finnum okkur stað þar sem getur ekki kviknað í neinu öðru, sagði Álfrún. Setjum bókina ofan í holu, svo það sé skjól þar, og látum vaða. Hannes sá að hendurnar á henni skulfu aðeins, þó röddin væri eðlileg. – Ókei, sagði hann. Ókei – er þá eftir einhverju að bíða? Þau voru lengur að finna holu en þau höfðu búist við. Það var gróður alls staðar en á endanum fann Álfrún stað sem hún var ánægð með. – Hvað heldurðu að gerist? spurði hún þegar þau stigu út úr bílnum, út í súra brennisteinslyktina sem lá yfir öllu. Öskumistrið frá eldgosinu virkaði eins og það hefði verið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=