Arfurinn

77 þetta var og ætlaði bara aðeins að skoða það. Ég vissi ekki að þetta væri svona mikið leyndarmál. Raddir foreldrar þeirra heyrðust innan úr stofunni og hækkuðu stöðugt. – Hver heldur þú svo sem að þú sért, hrópaði mamma Hannesar svo það heyrðist alla leið inn í herbergið hans. Þú veist ekkert hvernig það er að vera afburðamanneskja! Þú getur aldrei skilið hvað ég hef mátt þola! Hannes heyrði ekki hverju Siggi svaraði. Daginn eftir fluttu Hannes og mamma hans út. Þau höfðu búið í Funalindinni í þrjú ár en mamma gat enn verið snögg að pakka saman öllu sem þau áttu. Þau voru lögð af stað fyrir kvöldmat. Mamma neyddist kannski til að halda áfram að tala við pabba Hannesar, af því þau áttu Hannes saman. En næstum alla aðra gat hún hætt að tala við. Hannes vissi þegar þau keyrðu út úr Kópavogi að þau myndu aldrei hitta Álfrúnu eða pabba hennar framar. Það var ekkert sem tengdi þau lengur. Allt var orðið venjulegt aftur. Þau voru aftur bara tvö. Og síðan voru liðin þrjú ár. Þrjú ár þar sem Hannes hafði hvorki hitt Álfrúnu né Sigga. Ekki talað við ömmu Álfrúnar sem hafði samt alltaf gefið honum mjög flottar jóla- og afmælisgjafir. Og það var fínt. Hannes og mamma hans höfðu það gott saman. Þau horfðu alltaf saman á bíómyndir á föstudagskvöldum, þau skiptust á að elda og þau höfðu sama húmor. Mamma

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=