Arfurinn

75 Þau mamma voru vön að flytja þegar nokkur svona bréf voru búin að koma. Þegar þau voru flutt á nýjan stað hættu bréfin frá gamla sveitarfélaginu oftast að berast. Hannes hafði ekki hugsað um þessi bréf lengi. Það var langt síðan þau höfðu komið síðast. Svona bréf frá skól- unum og þeim öllum. Árin áður en mamma kynntist Sigga höfðu oft komið svona bréf. Og líka fyrst eftir að þau hættu saman. Þau komu ekki lengur. Hannes kunni að búa til nestið sitt sjálfur ef mamma var ekki vel upplögð. Eða ef hún var vel upplögð. Þegar hún var vel upplögð var auðvitað betra að hún þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af hlutum eins og nesti. Hann gat líka alveg sjálfur passað upp á að koma með íþróttaföt. Hann vissi líka núna að hann varð að passa að koma ekki í óhreinum fötum í skólann. Þess vegna voru bréfin hætt að koma. En þarna fyrir öllum þessum árum í Funalindinni hafði Siggi fundið bunkann. Og var alveg hissa. Hann var greini- lega ekki vanur að sjá svona bréf. – Svaraðu mér, maður, hafði mamma Hannesar orgað á pabba Álfrúnar. Hvernig fannstu þetta? – Þetta var bara hérna á borðinu, sagði Siggi. Ég á heima hérna, manstu. Mamma Hannesar hafði snúið sér eldsnöggt að Álfrúnu. – Ég vissi það! Ég hef lengi vitað að þú værir bæði lævís og undirförul! Auðvitað varstu að hnýsast í dótinu mínu. Þú varst að leita að einhverju sem þú gætir notað til að losna við mig, var það ekki? Þessir pappírar hefðu ekkert verið uppi á borði nema af því að þú hefur verið að róta í þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=