Arfurinn

74 SKILNAÐURINN Hannes gat enn þá kallað fram tilfinninguna þegar þau mamma gengu inn um dyrnar í Funalindinni fyrir þremur árum og sáu Sigga, pabba Álfrúnar, sitjandi á gólfinu. Þetta hafði verið erfiður dagur, mamma hans hafði rifist við strákinn sem afgreiddi í Bónus og þau Hannes höfðu endað á því að storma út úr búðinni og skilja allar vör- urnar eftir á kassanum. Og svo komu þau heim, með engan kvöldmat, og fundu Sigga umkringdan pappírum. Hannes hafði fundið mömmu sína stífna upp við hliðina á sér. – Hvað ertu eiginlega með? Hvernig fannstu þetta? Þú átt ekkert með að hnýsast í mín einkamál! – Hvað meinarðu? spurði Siggi hissa. Hvað er þetta? spurði hann svo og benti á skjölin. Af hverju vissi ég ekkert af þessu? Hannes var ekki viss núna, hvernig hann hafði fattað það þá en hann hafði strax áttað sig á því hvað þetta var. Leynilegustu skjölin hennar mömmu. Skjölin sem hún skoðaði stundum þegar henni leið illa. Pappírarnir frá því þau pabbi skildu. Allskonar önnur dómsskjöl. Skýrslur frá sálfræðingum. Fjármálapappírar og innheimtubréf. Og svo eitthvað fleira. Sem kom seinna. Bréf fá barnaverndaryfirvöldum. Bréf frá sveitarfélögum. Fullt af sveitarfélögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=