Arfurinn
71 RÆKJUSAMLOKA Græni beyglaði bíllinn var varla kominn út af stæðinu þegar hrikaleg sprenging kvað við. Ein af dælunum við bensínstöðina virtist hafa sprungið í loft upp, rétt eftir að þau óku fram hjá. Hannes sá fólk hlaupa út af bensínstöðinni og í skjól. Álfrún gaf frá sér skrýtið hljóð þegar hún gjóaði aug- unum í spegilinn. – Hannes, hvað er eiginlega í gangi með þessa bók? Hannes stillti sig um að spyrja hvort hún tryði honum núna. Hann vissi að hún hlyti að gera það – hún hafði séð konuna, hnífinn og bensínsprenginguna. – Ég veit það ekki, sagði hann. En við verðum að eyði- leggja hana. Þú skilur það núna, er það ekki? – En hvað er þetta? Geturðu ekki hringt í einhvern sér- fræðing og spurt? – Sérfræðing? Sérfræðing í hverju? Hannes leit aftur í baksýnisspegilinn og á dökkan reykinn sem steig upp af planinu við bensínstöðina. Hann var ekki viss um að það væri til fólk sem sérhæfði sig í svona löguðu. – Bara, sérfræðing í gömlum bókum eða eitthvað? sagði Álfrún. Geturðu ekki hringt á handritasafn eða eitthvað? Hannes yppti öxlum. Það var ekki eins og það væri neitt annað að gera, þarna á æstum flótta í bílnum. Hann gat svo sem hringt. Þó hann efaðist um að eitthvað kæmi út úr því. Hann fletti upp í símanum og valdi númerið hjá Árna- stofnun í Reykjavík.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=