Arfurinn

69 Hannes kyngdi fram hjá hnífsblaðinu. Af hverju ætti hann ekki bara að láta konuna fá bók- ina? Það væri langbest. Hann var bara tólf ára! Hann yrði kannski þrettán í vikunni en þetta var ekkert sem krakkar áttu að standa í. Kannski var það hetjulegasta sem hann gæti gert að láta konuna fá bókina og stoppa þar með allt þetta hræðilega. En svo fannst honum hann heyra rödd Guðvarðar. Geig- vænlegar afleiðingar , hafði staðið í bréfinu. Guðvarður hafði greinilega trúað því að eitthvað algjörlega hræðilegt myndi gerast ef þetta vonda fólk fengi bókina. Og ef þau gátu gert svona hræðilega hluti þegar þau voru ekki með hana – hvað gætu þau þá gert þegar þau fengju hana? Bókin var greinilega öflug. Hannes horfði í augu fallegu konunnar í speglinum og hann vissi að hann treysti henni ekki. Hann var viss um að hún myndi drepa hann um leið og hann væri búinn að láta hana fá bókina. Það var þá sem það gerðist. Hurðin á klósettinu hrökk upp og inn skeiðaði Álfrún. – Hver djöfullinn gengur hér á? hrópaði Álfrún. Þrír starfsmenn í stuttermabolum merktum bensínstöðinni komu hlaupandi á eftir henni. – Afsakaðu, fröken, en sérðu ekki að þetta er karlakló- settið? hrópaði einn þeirra. – Þarna er önnur! tísti annar og benti á spariklæddu konuna, sem hafði látið hnífinn hverfa um leið og dyrnar opnuðust.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=