Arfurinn

68 Hún sagði þetta eins og þau væru að spjalla saman á kaffihúsi – lágt og kurteislega. Hún hljómaði alls ekkert eins og hún héldi á hnífi við stóru slagæðina í hálsinum á honum. – Nei, sagði Hannes. Ég heiti … hann reyndi að hugsa upp alveg nýtt nafni. Ég heiti Guðvarður! Hann vissi um leið og hann sleppti orðinu að hann hefði eiginlega ekki getað valið verra nafn. Þetta sannaði algjör- lega fyrir konunni að hann væri strákurinn sem þau leituðu að. – Hlustaðu nú á mig, Hannes Guðvarður, sagði konan. Mér er alveg sama hvað þú heitir. Þið hérna á jörðinni lifið svo stutt að þið rennið öll saman. Ég sé voðalega lítinn mun á þér og honum Guðvarði. En ég veit að þú ert með bókina sem Guðvarður fékk hjá mér. Og nú er komið að því að skila bókinni. Það er ljótt að skila ekki því sem aðrir eiga. – Í fyrsta lagi, sagði Hannes, þá eigið þið ekki bókina! Í öðru lagi veit ég ekkert um hvaða bók þú ert að tala! – Þú sást jörðina skjálfa, sagði blíðlega konan og herti enn að hálsi Hannesar með hnífnum. Þú finnur eldfjalla- öskuna í hálsinum á þér. Þú veist að þú verður að skila bókinni. Hvað átti hann að gera? – Þetta hættir allt saman, sagði konan, ef bókin kemst aftur á sinn stað. Þá verða allir óhultir og við hverfum á ný. Hún mamma þín, bætti hún svo við, eins og henni hefði bara dottið þetta í hug, hún býr ein, er það ekki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=