Arfurinn

67 – Ég fer og kaupi franskar, sagði Álfrún. Hannes sagði ekkert. Hann vildi helst ekki sleppa henni úr augsýn. Hún gæti kannski hringt í pabba sinn eða lögg- una eða eitthvað. En á hinn bóginn þurfti hann alveg rosa- lega mikið að pissa, svo fyrst þau voru stopp varð hann eiginlega að sinna því. Hann kinkaði því kolli og hljóp inn á klósettið. Það var enginn þar inni og Hannes var mjög feginn þegar hann kom auga á hvítt postulínið. Þau Álfrún voru búin að vera lengi á ferðinni. Hann var að þvo sér um hendur þegar dyrnar opnuðust. Hannes leit ekki upp – allir vita að það eru reglur að á almenningsklósettum reynir maður að ímynda sér að hinir séu ósýnilegir. Það er bara almenn kurteisi. Það er alveg glatað að hugsa of mikið um það að allir viti bara að mann- fólkið þurfi allt að bregða sér frá, með reglulegu millibili, á alveg sérhönnuð afvikin svæði, leysa niður um sig bux- urnar og losa sig við úrgangsefni út um mjög viðkvæma staði. Þetta er staðreynd sem er oft langbest að hunsa. Þess vegna tók Hannes ekkert eftir því að það stóð ein- hver alveg upp við hann. Ekki fyrr en stálið lagðist upp að hálsinum á honum. Hann leit upp í spegilinn og horfðist í augu við konuna með varalitinn. Hannes saup hveljur. – Þú ert væntanlega hann Hannes, sagði konan og brosti. Við viljum endilega ræða við þig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=