Arfurinn

66 – Hvað var misskilningur? spurði Hannes. Það að ein- hver reyndi að keyra á okkur? Oftar en einu sinni? Hvernig getur það verið misskilningur? – Ég er ömurlegur bílstjóri, sagði Álfrún, eins og við sjálfa sig. – Sko, ég er ekki að mótmæla því, sagði Hannes. En þessir árekstrar voru ekki þess vegna. Álfrún, þessir brjál- æðingar klesstu á okkur. Viljandi. Þau reyndu að drepa okkur. Út af bókinni! Álfrún fiktaði í fléttunni. – Við förum inn, sagði hún svo. Við förum inn og fáum okkur að borða og … jöfnum okkur aðeins. – En þau eru rétt á eftir okkur! – Það er enginn á eftir okkur, sagði Álfrún. Hannes var ekki viss hvort hún væri að tala við hann eða sjálfa sig. – Já, en … – Ekkert já en. Álfrún leit allt í einu upp og málrómurinn var orðinn hvass. Ég er bílstjórinn. Ég stýri. Ég ræð. Og ef ég segi að við stoppum, þá stoppum við, ókei? Hannes starði á hana. Hann dró bókina þéttar að sér. Álf- rún var hans eina von. Hann varð að halda henni ánægðri. Kannski yrði eitthvað skárra að tala við hana þegar hún væri búin að borða. – Ókei, sagði hann. En getum við … getum við að minnsta kosti lagt þarna fyrir aftan? Svo þau sjái ekki bíl- inn? – Það er enginn á eftir þér, sagði Álfrún þreytulega. En hún færði samt bílinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=