Arfurinn

64 – En þú sagðir á brúnni áðan að ég keyrði eins og fáviti! tísti í Álfrúnu. Og hvað ef rútan hleypir okkur ekki? – Hún hleypir okkur. Hannes saup hveljur. Og ég held að það væri líka skárra að lenda í árekstri við rútu en að komast að því hvað gerist ef þetta fólk nær okkur, sagði hann svo í hálfum hljóðum. Álfrún gaf í svo þau þrýstust dýpra ofan í sætin. Og svo þutu þau yfir brúna, rétt áður en rútan sveigði inn á hana. Hannes sá öskuillan ökumanninn steyta hnefann í átt að þeim þegar græna druslan göslaðist yfir brúna. Um leið og Hannes og Álfrún voru þotin fram hjá rútunni renndi hún inn á brúna, svo svarti bíllinn komst ekki yfir á eftir þeim. Hannes sneri sér við og fylgdist með rútunni aka lötur- hægt yfir, svo ferðamennirnir gætu tekið myndir út um gluggann. Álfrún ók áfram allt of hratt eftir veginum. Þau þögðu bæði. Hún hlaut að minnsta kosti að skilja alvöru málsins núna. – Hvað ertu að gera? spurði Hannes þegar hún sveigði inn á bílaplan við bensínstöð skammt frá. – Ég þarf aðeins að, þú veist. Jafna mig, sagði Álfrún. Ég þarf að hugsa. – Geturðu ekki hugsað seinna? spurði Hannes óðamála. Þegar við erum í aðeins minni lífshættu! Álfrún andaði hratt. – Þetta var bara rugl, sagði hún og kreppti hendurnar um stýrið. Þetta var bara misskilningur. Hannes starði á hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=