Arfurinn

63 – Þau eru búin að ná okkur! sagði Hannes. Þau eru að reyna að koma okkur út af veginum! Svo þau komist inn í bílinn! – Nei, sagði Álfrún strax. Nei, það gerir enginn svo- leiðis. Ekki vera ruglaður. Bíddu, við verðum að stoppa og … Bíllinn skall á þeim í þriðja sinn. Hannes fann höfuðið á sér flengjast utan í bílrúðuna og hann klemmdi aftur augun. Álfrúnu tókst enn að halda bílnum á veginum, sem kom dálítið á óvart miðað við hvað hún var léleg í því að halda bílnum á veginum þegar enginn var að klessa á þau. – Í alvöru? stundi Hannes upp. Ertu alveg viss um að enginn geri svoleiðis? – Hvað á ég að gera? spurði Álfrún? Þau eru á miklu kraftmeiri bíl en við! Hannes, hringdu á lögguna! – Lögguna? Ég get ekkert hringt á lögguna, kallaði Hannes. Mamma mín heldur að ég sé með pabba á leiðinni til Svíþjóðar! Ef löggan kemst í málið verð ég sendur til mömmu og við getum aldrei losað okkur við þessa bók! Þú verður að keyra áfram! Álfrún ók eins og vitleysingur en svarti bíllinn hélt enn í við þau. Og nú var aftur einbreið brú fram undan. – Álfrún, sagði Hannes. Þú verður að gera eins og áðan. Sérðu rútuna þarna? Þú verður að keyra núna eins hratt og þú getur til að ná smá forskoti. Svo verður þú að kom- ast yfir brúna á undan rútunni, þannig að rútan tefji fyrir þessum bíl á eftir okkur. Það er eina leiðin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=