Arfurinn
62 hjálpa þér bara að tala við mömmu þína. Eða pabba. Eða … eða bara lækni. – Lækni ? – Hannes, ég held að þú sért ekki alveg … ég held að þú sért að hafa áhyggjur af hlutum sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af. – Hlutum sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af? Hannes náði ekki upp í nefið á sér. Hér var hann staddur í svakalegum lífsháska, þar sem voru náttúruhamfarir og líkamsmeiðingar, og Álfrúnu fannst að hann væri að gera of mikið úr þessu ? Álfrún dró andann djúpt. – Ég held að það sé enginn að elta þig, Hannes. Ég skil alveg að þú sért leiður að vinur þinn hafi dáið, en … – Hann var ekkert vinur minn, hann var bara kennarinn minn! Álfrún kinkaði kolli. – Einmitt. sagði hún. En, sko, ég held að … Þau hrukku bæði í kút við dynkinn. – HVAÐ KEYRÐIR ÞÚ Á? orgaði Hannes. VAR ÞETTA KIND? ÉG BRJÁLAST EF ÞÚ ERT BÚIN AÐ DREPA KIND, ÁLFRÚN! – Þetta var engin kind, þetta var fyrir aftan okkur! argaði Álfrún. Bíddu, ég verð að stoppa bílinn, við þurfum að tala við fólkið sem … Þá var aftur keyrt á þau. Fyrir aftan þau var svartur, glansandi bíll og hann hafði keyrt á þau. Tvisvar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=