Arfurinn

61 – Hverjum varstu að segja að þú kæmir í kvöld? Álfrún gjóaði augunum á hann. – Það er dónalegt að hlera! Þegar hún sagði þetta mundu þau bæði eftir því þegar þau voru systkini og Hannes hafði skemmt sér við að laumast til að hlusta á Álfrúnu tala við vinkonur sínar. Álf- rún þoldi það ekki en Hannes langaði alltaf að vita um hvað þær voru að tala. Eitt andartak voru þau bæði aftur komin í Funalindina og áttu herbergi hlið við hlið. Hannes hristi sig. Þeir dagar voru löngu liðnir. – Ég er ekki að hlera, sagði hann núna við þessa nýju Álfrúnu sem var ekki systir hans, heldur ókunnug kona með einkennilega hárgreiðslu og vafasama aksturshegð- un. Ég sit bara hérna. Hverjum sagðirðu að þú kæmir á morgun? – Vinnunni, sagði Álfrún hægt. Ég sagði vinnunni að ég kæmi í kvöld. Í gær sagðist ég vera veik en núna sagðist ég ætla að koma í kvöld. Hannes starði á hana. – En við verðum ekkert komin aftur af Snæfellsnesi í kvöld! Álfrún þagði. – Í alvöru, Álfrún! Þú sagðist ætla að hjálpa mér! Þú skuldar mér greiða! – Sko, sagði Álfrún. Ég kom til að hjálpa þér. Og ég vil alveg hjálpa þér. En ég er ekki alveg búin að finna út hvernig er best að gera það. Kannski er besta leiðin til að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=