Arfurinn
60 KAPPAKSTUR Þau brunuðu áfram eftir endalausum þjóðveginum. Álfrún virtist óróleg, hún trommaði á stýrið og fingurnir á henni fálmuðu stöðugt upp í rakaðan kollinn. Hannes var næstum feginn þegar síminn hennar hringdi. Að minnsta kosti var hann feginn í smá stund, áður en hann fattaði að hún ætlaði að svara og halda áfram að keyra. Álfrún var ekki frábær bílstjóri þegar hún var með báðar hendur á stýrinu – honum leist ekkert á það að hún ætlaði að brjóta lögin eins og brjálæðingur. – Hæ, sagði hún í símann. Jú, takk, ég er miklu skárri, sagði hún og hóstaði hátt í símann. Já, ég get örugglega komið í kvöld. Takk fyrir að taka þessu svona vel. Sjáumst þá. Hún skellti á, rétt áður en þau komu að einbreiðri brú sem risastór vörubíll var einmitt að fara yfir. Álfrún skaust út á brúna rétt áður en vörubíllinn var kominn út á hana og bílstjórinn flautaði á þau skelfingu lostinn. Hannes hafði staðið við hliðina á húsinu hans Guðvarðar þegar það sökk ofan í jörðina. Hann hafði horft á konuna með varalitinn draga upp hníf og pína Völu skólastjóra. Hann hafði samt sennilega aldrei verið jafnhræddur um að deyja eins og núna. Álfrún flautaði frekjulega á móti og skaust fram hjá bíl- stjóranum sem hafði náð að bakka nokkra metra. Hannes kreppti fingurna um handfangið á hurðinni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=