Arfurinn

58 annarri. Hann var brosandi, svolítið feiminn, en fréttirnar fjölluðu um hann eins og rokkstjörnu. Hannes fletti áfram. Það var meira að segja ein frétt um það að í París hefði verið haldið fyrsta Evrópumót ungra tónsnillinga og að ungur píanóleikari frá Akureyri hefði unnið. Guðvarður hafði sjálfur unnið mótið sem Hannes var að búa sig undir. Og hann hafði aldrei sagt neitt allan tímann sem Hannes var að undirbúa sig. Hannes hafði einu sinni, þegar hann var þreyttur á að berjast við sama kaflann sem hann virtist bara alls ekki komast í gegnum, argað á Guðvarð. Það var í eina skiptið sem þeir höfðu rifist. Guðvarður hafði verið orðinn pirraður á því að Hannes gerði alltaf sömu mistökin aftur og aftur. Hannes var pirraður á því að gera alltaf sömu mistökin aftur og aftur og hann var líka pirraður á því að Guðvarður væri pirraður. – Þegiðu! Þú skilur þetta ekkert. Þú kannt ekki einu sinni á píanó! argaði Hannes. Og það var alveg rétt, hélt Hannes. Guðvarður var alltaf tilbúinn að segja Hannesi hvernig hann átti að gera hlutina en hann sýndi honum það aldrei. Hann lagði hendurnar aldrei á nótnaborðið heldur gaf Hannesi bara munnlegar leiðbeiningar. Guðvarður hafði hvítnað í framan þegar Hannes sagði þetta, rokið upp, skálmað inn í eldhús og skellt á eftir sér. Hannes hafði sjálfur staðið upp og farið heim án þess að kveðja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=